Keyrt og kokkað

Ökuleiðsögumaður & matreiðslumeistari

Keyrt og kokkað

Ökuleiðsögumaður & matreiðslumeistari

Keyrt og kokkað

Ökuleiðsögumaður & matreiðslumeistari

Um Rögga

Rögnvaldur Guðbrandsson

Rögnvaldur Guðbrandsson ökuleiðsögumaður og RAM 3500 á fjöllum
RAM 3500 Rögnvaldar Guðbrandssonar ökuleiðsögumanns við Foss á Síðu.

Um Raminn

RAM 3500

Ökuleiðsögumaður

Hafðu samband ef þú vilt ráða reyndan ökuleiðsögumann í ferð fyrir þína gesti. 

Rögnvaldur Guðbrandsson hefur verið sjálfstætt starfandi ökuleiðsögumaður frá árinu 2015 og er leyfishafi ferðasali dagsferða.
Sem ökuleiðsögumaður starfar hann fyrir vandaðar og viðurkenndar ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur.

Rögnvaldur hefur getið sér gott orðspor og fengið fjölmörg hrós frá ferðamönnum sem hafa verið gestir í ferðum með honum.

Rögnvaldur Guðbrandsson ökuleiðsögumaður og RAM 3500 í ferð.

Matreiðslumeistari

Hafðu samband ef þú vilt ráða reyndan matreiðslumeistara og slá upp veislu fyrir þína gesti. 

Rögnvaldur Guðbrandsson matreiðslumeistari við grillið.

Rögnvaldur Guðbrandsson útskrifaðist sem matreiðslumeistari árið 1989. Gegnum tíðina hefur hann starfað á fjölmörgum af betri veitingahúsum landsins, Hótel Holt, Jónatan Livingstone mávur, Hótel Stykkishólmur, Rub 23 svo dæmi séu nefnd.

Fyrir einstaklinga og hópa að 10 manns tekur Rögnvaldur að sér gæða veislur þar sem hann framreiðir gómsætar veitingar hvort heldur sem er á láglendi eða hálendi Íslands.

Slegið er upp veislu, með fullum borðbúnaði á tímabundnum veitingastað sem settur er upp fyrir þetta einstaka tilefni. Fyrir þá sem vilja einstaka upplifun og njóta friðhelgi í íslenskri náttúru þá er þetta málið.

Veislur á fjöllum, já, vertu í sambandi varðandi nánari útfærslu á þinni veislu.

GALLERY

Keyrt & kokkað

Keyrt og kokkað

Keyrt og kokkað sameinar þetta tvennt sem Rögnvaldur starfar við.

 Rögnvaldur getur starfað sem matreiðslumeistari eða ökuleiðsögumaður eða hvort tveggja í senn.

Með Rögnvaldi á Raminum geta  að hámarki verið 4 farþegar í dagsferð og veislu slegið upp á áfangastað.

Ef um stærri hópa er að ræða, er veislan tilbúin þegar hópurinn kemur á áfangastað, Rögnvaldur hittir þá hópinn á fyrirfram ákveðnum stað.

Verðtilboð

Öll þjónusta sem í boði hjá Rögnvaldi er sérsniðin hvort heldur sem er að starfa sem ökuleiðsögumaður, matreiðslumeistari eða hvort tveggja.
Hafðu samband og viðraðu þær hugmyndir sem þú hefur um þína ferð eða veislu og fáðu tilboð.

Bókaðu núna

Hafðu samband

Fáðu tilboð í þína ferð, veislu eða bæði

Rogginn slf ︱Kennitala: 670821-1610 ︱Vsk nr: 142201 

© 2024 – Vefsíðugerð: webdew.is 

is_ISÍslenska